Fengu styrkveitingu fyrir sjö mögulegum staðsetningum hleðslustöðva

1.Apríl'21 | 10:16
rafhledsla_bill

Ljósmynd/TMS

Styrkir frá Orkusjóði varðandi uppsetningu rafbílahleðslustöðva var á dagskrá síðasta fundar umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja.

Fram kemur í fundargerð að umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar hafi nýlega fengið úthlutað styrkveitingu fyrir alls sjö mögulegum staðsetningum rafbílahleðslustöðva, við grunnskóla, hafnar, íþrótta og félagslegra starfstöðva sveitafélagsins. Umhverfisfulltrúi kynnti fyrir ráðinu áform um uppsetningu fyrstu stöðvanna sem ráðist verður í.

Eftirtaldar umsóknir Vestmannaeyjabæjar voru samþykktar:

  • Hleðslustöðvar við sundlaug 1,039 M.kr
  • Hleðslustöðvar við Hamarsskóla 1,289 M.kr
  • Hleðslustöðvar við Barnaskóla við Skólaveg 715 þúsund kr.
  • Hleðslustöðvar við félagsþjónustu Kirkjuvegi 715 þúsund kr.
  • Hleðslustöðvar við höfnina í Vestmannaeyjum 490 þúsund kr.
  • Hleðslustöð fyrir rafbíla við Hraunbúðir og Kirkjugerði 755 þúsund kr.
  • Hleðslustöðvar við leikskólann Sóla 755 þúsund kr.  

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...