Hvetja bæjarbúa til þess að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og fjarlægðarmörk

28.Mars'21 | 08:36
barnaskol_2020

Ákveðið var að nemendur Grunnskólans og Tónlistarskólans færu fyrr í páskaleyfi. Ljósmynd/TMS

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru á dagskrá bæjarstjórnar Vestmnnaeyja á fimmtudaginn var.

Bæjarstjóri fór yfir aðgerðir Vestmannaeyjabæjar vegna hertra samkomutakmarkana stjórnvalda sem tóku gildi í dag, 25. mars sl. Meðal annars var ákveðið að nemendur Grunnskólans og Tónlistarskólans færu fyrr í páskaleyfi, en starfsfólk skólanna nýtti tímann fram að helgi til að undirbúa kennslu að loknu páskaleyfi. Frístund og Félagsmiðstöðinni var lokað. Ákveðið var að halda leikskólum opnum áfram, en þar gilda áfram reglur um grímuskyldu og 2 metra fjarlægðarmörk. Íþróttamiðstöðin, sundlaugin, Herjólfshöllin og Endurvinnslan eru lokuð.

Þá voru reglur fyrir starfsfólk og starfsemi stofnana Vestmannaeyjabæjar uppfærðar og sendar forstöðumönnum. Í þeim eru forstöðumenn beðnir um að skipuleggja starfsemina þannig að hægt sé að virða fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir.

Í sameiginlegri niðurstöðu bæjarstjórnar segir að mikið hafi reynt á samábyrgð, sveigjanleika og skilning bæjarbúa síðan veiruógnin hófst fyrir rúmu ári síðan. Fyrirtæki og einstaklingar hafa farið í gegnum erfitt tímabil og gripið til mjög harðra samkomu- og fjöldatakmarkana og sérstaklega síðasta vor. Mikilvægt er að við höldum áfram á þeirri vegferð sem stjórnvöld hafa gefið fyrirmæli um. Bæjarstjórn hvetur bæjarbúa til þess að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og fjarlægðarmörk. Nauðsynlegt er að sinna áfram öflugum sóttvörnum og fylgja tilmælum sóttvarnayfirvalda til að koma i veg fyrir bakslag.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.