Finna fyrir vilja til að halda áfram góðri þjónustu

21.Mars'21 | 09:42
hraunbudir_2

Boðið er uppá dagvistun á Hraunbúðum. Ljósmynd/Hraunbúðir

Enn eru nokkrir óvissuþættir hvað varðar yfirfærslu reksturs Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. 

Eyjar.net fékk ábendingu um að m.a. væri óvissa með dagvistina sem boðið hefur verið uppá á Hraunbúðum.

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja segir viðræður um tilfærslu á verkefninu til ríkisins séu í gangi og enn séu nokkrir óvissuþættir þ.m.t. dagvistin. „Samtal er hafið við HSU og finnum við fyrir vilja þar til að halda áfram góðri þjónustu. Dagvistin verður áfram hvort heldur í höndum Vestmannaeyjabæjar eða HSU.” segir Jón.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...