Fréttatilkynning:

Fyrsti kynningarfundur frambjóðenda VG í Suðurkjördæmi

er í kvöld kl. 20

16.Mars'21 | 12:09
Samsett_suður_VG

Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/aðsend

Fyrsti kynningarfundur kjörstjórnar VG - Suðurkjödæmi með frambjóðendum verður í kvöld kl. 20 - 21.30. Fundurinn verður rafrænn. 

Upplýsingar um tengil á fundinn er að finna á heimasíðu forvalsins, https://sudur.vg.is/ og á www.vg.is

Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi.  Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður, Róbert Marshall, leiðsögumaður, bjóða sig fram í fyrsta sæti.

Að auki bjóða Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna sig fram í 2. - 3. sæti, Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi í 2. - 5.  sæti og Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í 3. - 5. sæti, segir í tilkynningu frá kjörstjórn VG í Suðurkjördæmi.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...