Skipin fyllt á innan við tveimur sólarhringum

15.Mars'21 | 11:22
20210221_161048

Báðar Eyjarnar héldu til veiða í hádeginu í gær að löndun lokinni. Ljósmynd/TMS

Eyjarnar tvær, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Skipin höfðu farið út á fimmtudag og komið til hafnar á laugardag eftir að hafa aflað vel.

Það er dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn, sem gerir Eyjarnar út og Arnar Richardsson rekstrarstjóri Bergs-Hugins segir í samtali við vef Síldarvinnslunnar að engin leið sé að kvarta undan aflabrögðum. „Hér eru menn ágætlega brattir og okkur líst vel á vertíðina. Það þykir gott að þurfa ekki tvo sólarhringa til að fylla skip eins og okkar. Þau voru að veiða hérna við Eyjarnar og aflinn var blandaður, en þessa dagana leggjum við einmitt mikla áherslu á blandaðan afla. Við erum komnir í vertíðargírinn og hér eru menn bjartsýnir,“ segir Arnar.

Báðar Eyjarnar héldu til veiða í hádeginu í gær að löndun lokinni.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.