Velferðarnefnd þingsins skoðar mál Hraunbúða

12.Mars'21 | 07:24
asmundur_fridr_0319

Ásmundur Friðriksson

„Þetta mál er sorglegra en tárum taki og mér finnst ráðuneytið vera komið algjörlega út á tún í þessu máli. Sama hvernig maður reynir að horfa á það.” 

Þetta segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður í samtali við Eyjar.net, en hann situr í velferðarnefnd Alþingis.

„Að láta það gerast að starfsfólki er ekki tryggð aðilaskipti í Vestmannaeyjum og í Fjarðarbyggð eins og gert er á Höfn og Akureyri í sambærilegum málum er óafsakanlegt.” segir hann.

Á forræði heilbrigðisráðherra

„Þessi mál áttu aldrei að ná í þennan farveg að mínum dómi. Afar hæft og gott starfsfólk Hraunbúða sem unnið hefur árum og áratugum saman hjá stofnuninni má nú þola það að verða sagt upp störfum þar sem ráðuneyti og bæjarfélagið ná ekki saman um eðlilega samninga til handa rekstri Hraunbúða.” 

Sjá einnig: Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð neydd til hópuppsagna

Ásmundur segir starfsfólkið eiga alla sína samúð á þessum erfiðu stundum að þurfa að þola slíka smánun fyrir störf sín.

„Við þingmenn kjördæmisins höfum fylgst vel  með þessu máli og bæjarstjórinn í Eyjum upplýst okkur um stöðuna og þið eigið stuðning okkar vísan í þessu máli. Þá er velferðarnefnd þingsins að skoða þessi mál og við sjáum hvað hægt verður að gera á næstu klukkustundum og dögum.”

Hann segir málið klárlega á forræði heilbrigðisráðherra sem hafi valið þessa niðurstöðu fram yfir samninga við bæinn um áframhaldandi rekstur.

Hjúkrunarheimilið á Vífilstöðum hefur 36% hærri daggjöld en Hraunbúðir

„Þess má geta að hjúkrunarheimilið á Vífilstöðum sem Landspítalinn rekur hefur 36% hærri daggjöld en Hraunbúðir bjuggu við. Sú mismunun hefur lengi legið fyrir og er algjörlega óásættanleg.” segir Ásmundur Friðriksson.

Þessu tengt: Heilbrigðisráðuneytið segir bæjarstjóra fara með rangfærslur

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.