Jafnlaunastefna Vestmannaeyja lagfærð

11.Mars'21 | 07:31
sumarst_bærinn

Ljósmynd/TMS

Seint á síðasta ári voru samþykkt ný lög nr. 150/2020,um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Með lögunum féllu úr gildi lög 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar lagði fyrir bæjarráð i síðustu viku drög að jafnlaunastefnu Vestmannaeyja þar sem tekið er tillit til umræddra lagabreytinga.

Engar aðrar breytingar voru gerða á fyrirliggjandi jafnlaunastefnu sem samþykkt var af bæjarráði 3. desember 2019 og staðfest af bæjarstjórn 8. desember sama ár.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð samþykki tillögu að lagfærðum lagatilvísunum í jafnlaunastefnu Vestmannaeyja.

Stefnuskjalið.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.