Ræddu komandi kosningar, samgöngumál og sjúkraþyrlu

7.Mars'21 | 08:40
sjalfstaedisfeilogin_adalf_2021_cr

Ágætis mæting var á fundina, að sögn Jarls Sigurgeirssonar formanns fulltrúaráðs. Ljósmynd/aðsend.

Aðalfundir Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja og fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna voru haldnir sl. miðvikudagskvöld.

Jarl Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður fulltrúaráðs. Hann segir að á fundinum hafi verið kosið í stjórnir félaganna og einnig í fulltrúaráð og kjördæmisráð.

„44 aðalmenn eru í fulltrúaráði og jafnmargir til vara auk formanna Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum. Það eru því 90 manns í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna. Í kördæmaráði eru 42 fulltrúar frá félögunum í Eyjum.” segir hann í samtali við Eyjar.net.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins skipan nú:

  • Gísli Stefánsson, formaður
  • Margrét Rós Ingólfsdóttir 
  • Rut Haraldsdóttir
  • Gísli Valur Gíslason
  • Sigurjón Örn Lárusson

Stjórn fulltrúaráðs er þannig skipuð

  • Jarl Sigurgeirsson, formaður
  • Ingólfur Jóhannesson
  • Silja Rós Guðjónsdóttir

Auk þess eru í stjórninni öll stjórn sjálfstæðisfélagsins og formaður Eyverja sem er nú Ragnheiður Perla Hjaltadóttir. Nýjar stjórnir eiga eftir að hittast og skipta með sér verkum. Einnig verða Eyverjar félag ungra Sjálfstæðismanna með sinn aðalfund næstkomandi miðvikudag.

Jarl segir að ágætis mæting hafi verið á fundina og var gott hljóð í fundarmönnum.

„Sérstakir gestir fundanna voru Jón Gunnarsson ritari flokksins og einnig voru mættir þrír frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þeir 
Vilhjálmur Árnason þingmaður frá Grindavík, Guðbergur Reynisson, Reykjanesbæ og Björgvin Jóhannesson, Selfossi. Þeir ávörpuðu allir fundinn.”

Hann segir að helst hafi verið rædd málefni er tengjast komandi kosningum svo sem von var. Þó voru einnig rædd málefni svo sem samgöngumál, sjúkraþyrla og fleiri málefni sem eru á borði þingmanna okkar.

„Góður andi var í hópnum og tilhökkun fyrir komandi prófkjöri og í framhaldi kosningum. Ekki var síst ánægja með að geta loksins fundað aftur saman.” 

Jarl segir að farið hafi verið að öllum sóttvarnarreglum. Fundargestir báru grímur og virtu fjarlægðarmörk á fundinum auk þess sem haldin var skráning yfir fundargesti ef koma þyrfti til rakningar.

Aðspurður um hvort hann vilji koma einhverju á framfæri við bæjarbúa segir Jarl að það sé helst að láta vita að starfið hjá flokknum sé komið í gang. 

„Laugardagsfundir eru orðnir vikulegir aftur eins og áður þó með þeim takmörkunum sem samkomureglur setja okkur varðandi fjarlægðarmörk, fjölda og aðrar sóttvarnir.

„Í gær var fundur með Andrési Þorsteini Sigurðssyni þar sem velt var upp spurningunni "Hvers vegna er Herjólfur svona gott skip?" Nú vonumst við bara eftir að smám saman komist lífið í samt horf og við getum notið allra þeirra forréttinda sem við töldum sjálfgefin hér áður.” segir Jarl Sigurgeirsson.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...