Samþættar reglur um félagslegar íbúðir samþykktar

5.Mars'21 | 13:45
yfir_baeinn_fra_sud_cr

Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða um 70 íbúðum. Ljósmynd/TMS

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs. Lagðar voru fram samþættar reglur um félagslegar íbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór ítarlega yfir nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar. Ráðið hefur áður fjallað um umræddar reglur. Með félagslegu leiguhúsnæði er átt við:

  • Almennt félagslegt leiguhúsnæði sem ætlað er fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrgði og lágra launa.
  • Húsnæði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði sem gert hefur verið aðgengilegt fyrir tiltekna notkun eða skilgreint sérstaklega fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks. Húsnæðin skiptast annars vegar í sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk (þjónustuíbúðarkjarna) og hins vegar í húsnæði með stuðningi.
  • Leiguhúsnæði fyrir aldraða er leiguhúsnæði ætlað fólki 67 ára og eldra þar sem núverandi húsnæði hentar ekki lengur sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrgði, lágra tekna og heilsufarsvanda og önnur úrræði í búsetumálum fást ekki.
  • Þjónustuíbúðir aldraðra er leiguhúsnæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum sem þurfa töluverða aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.

Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða um 70 íbúðum sem skiptist misjafnlega niður eftir fyrrgreindum skilgreiningum. Ráðið þakkar kynninguna og samþykkir umræddar reglur.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...