Fablab í Fiskiðjuna

5.Mars'21 | 09:21
fiskidja_2019_03_satur

Fiskiðjan. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í vikunni að koma starfsemi stafrænnar smiðju fyrir í aðstöðu á bilinu 120-150 fermetrum á þriðju hæð Fiskiðjunnar.

Á fundi ráðsins voru lögð fram drög að samningi um rekstur stafrænnar smiðju og viljayfirlýsing um samstarf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Þekkingarseturs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar um starfrækslu stafrænnar smiðju. Bæjarráð ræddi einnig stærð og þörf á aðstöðu stafrænnar smiðju á 3. hæð Fiskiðjunnar.

Í niðurstöðu segir að bæjarráð samþykki efni og fyrirkomulag samnings og samstarfsyfirlýsingar aðila um rekstur stafrænnar smiðju í Vestmannaeyjum. Jafnframt fól bæjarráð bæjarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart samningsaðilum og undirrita samninginn og yfirlýsinguna f.h. Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð samþykkti að koma starfsemi stafrænnar smiðju fyrir í aðstöðu á bilinu 120-150 fermetrum á þriðju hæð Fiskiðjunnar og fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir í starfshópi um húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar.


Samningur um Fab lab Vestmannaeyjar 2021-2023.
Drög að samstarfsyfirlýsingu um rekstur fablab í Vestmannaeyjum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.