Setja á laggirnar menntarannsóknarsetur

4.Mars'21 | 07:15
spaldtolvu_kennsla_grv_fb

Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Ljósmynd/GRV

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku fór bæjarstjóri yfir undirbúning og nýundirritaða viljayfirlýsingu um samstarfsverkefni menntamálaráðherra, Vestmannaeyjabæjar, fulltrúa atvinnulífsins og Háskóla Íslands um þróunar- og rannsóknarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja.

Verkefnið hefst í haust

Verkefnið ber heitið "Árangur og áhugahvöt - kveikjum neistann". Markmið verkefnisins er að efla læsi og bæta líðan nemenda. Um er að ræða breyttar áherslur í framkvæmd og skipulagi skólastarfs með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, þ.m.t. ólíkar þarfir kynjanna.

Sérstök áhersla verður á stöðu drengja. Áherslurnar snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Jafnframt verður áhersla á þróun á kennsluháttum, kennsluefni, starfsþróun og ráðgjöf kennara og skólastjórnenda. Mikill áhugi er á verkefninu í Grunnskóla Vestmannaeyja og vinnan hafin innan skólans við að undirbúa upphafið á verkefninu sem fer í gang í haust.

Árangur og afurðir verkefnisins verða nýttar í þágu allra grunnskólanema á Íslandi. Til stendur að setja á laggirnar menntarannsóknarsetur sem mun annast undirbúning og framkvæmd verkefnisins.

Læsi og líðan nemenda í forgrunni

Menntamálaráðuneytið mun leggja verkefninu til 10 m.kr. á árinu 2021, Vestmannaeyjabær aðrar 10 m.kr., Háskóli Íslands mun leggja til hálfa prófessorstöðu og Samtök atvinnulífsins skuldbinda sig til að leggja til fjárhæð sem er ígildi tveggja 20% staða gestaprófessora við rannsóknarsetrið. Til stendur að gera formlegan samning um verkefnið til þriggja ára.

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjórn lýsi mikilli ánægju með þróunar- og rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann og þátttöku Vestmannaeyjabæjar í því. Með verkefninu er verið að stíga ný skref í uppbyggingu skóladagsins og nýja nálgun í skólastarfi til þess að takast á við þær áskoranir sem eru í kerfinu í dag. Í forgrunni verður læsi og líðan nemenda.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).