Hrognavinnsla að hefjast í Eyjum

3.Mars'21 | 20:36
heimaey_lodna_skjask_fb

Heimaey VE á loðnumiðunum. Skjáskot/facebook

Þess er nú beðið að uppsjávarskipin komi með loðnu að landi í Eyjum, en framundan er verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar, þegar loðnuhrogn eru fryst fyrir Japansmarkað.

„Við erum með öll uppsjávarskipin í Faxaflóanum að vinna í dag og verður einhver af þeim hér í fyrramálið til hrognatöku og svo vonandi hver af öðrum – en það fer eftir veiðinni.” segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net síðdegis í dag. 

Ísfélagið hefur nú yfir að ráða þremur uppsjávarskipum eftir að Álsey VE bættist við flotann í lok síðasta mánaðar og munar þar um minna, þar sem nú keppast menn við að ná sem mestum afla á land áður en loðnan hrygnir.

Ágæt veiði í dag

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjar.net að allt ágætt sé að frétta af miðunum. „Það er búið að vera ágæt veiði í dag og ástandið á loðnunni hentar vel til hrognatöku.”

Hann segir að skip Vinnslustöðvarinnar hafi farið af stað í gærkvöldi. „Kap er langt komin með að fylla og verður líklega í Eyjum á morgun og þá byrjum við að kútta.”

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...