Helga Jóhanna og Leifur tilnefnd í skólanefnd FÍV
3.Mars'21 | 07:10Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skipar mennta- og menningarmálaráðherra skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn.
Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku var tekin fyrir ósk Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um tilnefningu í skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum 2021-2025, en skipunartíma núverandi skólanefndar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum lýkur þann 20. mars nk.
Ráðuneytið óskaði eftir að Vestmannaeyjabær tilnefndi tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara í skólanefnd framhaldsskólans og að þær tilnefningar berist ráðuneytinu eigi síðar en 5. mars nk.
Bæjarstjórn ákvað að tilnefna þau Helgu Jóhönnu Harðardóttur og Leif Jóhannesson sem aðalfulltrúa skólanefndar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og þau Kára Bjarnason og Silju Rós Guðjónsdóttur sem varafulltrúa skólanefndarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.