Gera alvarlegar athugasemdir við málflutning formanns velferðarnefndar

2.Mars'21 | 12:55
althingishus_tms

Alþingishúsið. Ljósmynd/TMS

Heilbrigðisráðuneytið gerir alvarlegar athugasemdir við málflutning formanns velferðarnefndar í sjónvarpsfréttum RÚV kl. 22.00 í gær. 

Formaðurinn tjáði sig þar um viðkvæm málefni sem rædd voru á lokuðum nefndarfundi og varða talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og hjúkrunarheimili sem rekin eru á vegum sveitarfélaga.

Í þingskaparlögum er afdráttarlaust kveðið á um að trúnaður skuli ríkja um málefni sem rædd eru á lokuðum nefndarfundum. Heilbrigðisráðuneytið verður að geta treyst því að samskipti við velferðarnefnd byggi á heilindum, virðingu fyrir þeim málum sem þar eru til umfjöllunar og að trúnaðar sé gætt líkt og áskilið er í lögum. Samningaviðræður standa yfir milli Sjúkratrygginga Íslands og fyrrnefndra aðila og bendir ráðuneytið á að ógætileg ummæli í fjölmiðlum um mál sem rædd eru í trúnaði á lokuðum fundi velferðarnefndar geti spillt fyrir þeim viðræðum.

Heilbrigðisráðuneytið hefur sent formanni velferðarnefndar bréf með athugasemdum sínum og afrit af því til forseta Alþingis, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu. 

Sjá einnig: Enginn sýndi áhuga á að reka Hraunbúðir

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.