Bólusetningar ganga samkvæmt áætlun

2.Mars'21 | 10:29
boluefni_covid_stjr

Í næstu viku er áætlað að bólusetja slökkviliðsmenn og annað heilbrigðisstarfsfólk í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sjórnarráðið

Bólusetningar við Covid í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun og í þessari viku er áætlað að ljúka bólusetningum fyrir 80 ára og eldri. Það eru einstaklingar sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru fæddir 1941 eða fyrr. 

Ef ekki hefur náðst í einstaklinga í þeim hópi , sem óska eftir bólusetningu eru þeir/aðstandandur beðnir um að hafa samband við heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum í síma 432-2500. 

Í næstu viku er síðan áætlað að bólusetja slökkviliðsmenn og annað heilbrigðisstarfsfólk í Vestmannaeyjum og síðan verður haldið áfram samkvæmt áætlun Landlæknisembættis og eftir því hvernig bóluefni berst, segir í tilkynningu frá HSU.

Tags

COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.