Knattspyrna:
Kvennalið ÍBV fær liðsstyrk
28.Febrúar'21 | 10:06Liana Hinds hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV, samningurinn gildir út leiktímabilið 2021. Liana er bakvörður sem er fædd í Bandaríkjunum. Hún hefur leikið fyrir landslið Trinidad og Tobago frá árinu 2014.
Liana er 26 ára gömul og lék við góðan orðstír hjá háskólaliði í Connecticut frá árunum 2012-2015. Hún var síðast á samningi hjá sænska liðinu Sundsvalls, að því er segir í frétt á vefsíðu ÍBV.
Liana lék fyrsta leikinn sinn með ÍBV á móti Val á dögunum en hún kemur til með að vera mikilvægur hlekkur í liði ÍBV í Pepsi-Max deildinni í sumar.
Díana Helga semur við ÍBV
Díana Helga Guðjónsdóttir skrifaði undir samning við ÍBV í gær en hann gildir út leiktímabilið 2021. Hún mun því leika með liðinu í sumar.
Díana er uppalin hjá félaginu og lék upp alla yngri flokkana, hún er 22 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki þegar hún var 16 ára og hefur alls leikið 31 leik í deild og bikar og skorað í þeim eitt mark, sem kom gegn Keflavík árið 2018.
Díana lék einn leik í deildinni í fyrra auk fimm 2. flokks leikja, segir í frétt á ibvsport.is.
Tags
ÍBV
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.