Áhorfendur leyfðir á leik ÍBV og ÍR í dag

28.Febrúar'21 | 06:07
ibv_studn_hsi

Áhorfendur verða aftur leyfðir á leiknum í dag eftir langt bann. Ljósmynd/HSÍ

Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn í Olís deild karla í dag. Helst ber til tíðinda fyrir leik dagsins er að áhorfendur verða aftur leyfðir eftir langt bann, að uppfylltum ákveðnum reglum og skilyrðum.

Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður jafnframt sýndur í beinni útsendingu á ÍBV TV. ÍR-ingar komu til Eyja í gær, þannig það er klárt að leikurinn fer fram í dag. Fram kemur á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV að Krókódílar fái frían aðgang að leiknum.

Reglurnar og skilyrðin sem þarf að framfylgja til þess að fá leyfi fyrir áhorfendum á leikjum má sjá hér að neðan. Það er mikilvægt að koma eftirfarandi til skila og fyrir fólk að hafa í huga.

• Allir áhorfendur þurfa að bera andlitsgrímu, óháð aldri eða hvort viðkomandi hefur mótefni eða ekki
• Allir áhorfendur þurfa að sitja í sætum sínum á meðan þeir eru í salnum, óþarfa ráp er ekki æskilegt (m.a. börn)
• Áhorfendur skulu passa að halda a.m.k. 1 meters fjarlægð frá öðrum áhorfendum, nema þegar um tengda aðila er að ræða.
• Við komu á leikstað þurfa starfsmenn leiksins að skrá hjá sér nafn, kennitölu og símanúmer allra áhorfenda
• Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum á leikjum
• Sjoppan verður ekki opin og engin barnapössun

Leikir dagsins:

Dagur Tími Leikur  
28. feb. 21 13:30 ÍBV - ÍR
28. feb. 21 15:00 Fram - KA
28. feb. 21 16:00 Þór Ak. - Afturelding
28. feb. 21 19:30 Selfoss - Stjarnan

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.