Breki VE í togararallið í fyrsta sinn

27.Febrúar'21 | 18:10
vsv_ker_bre

Vel hefur fiskast hjá Breka VE. Myndin er tekin þegar verið var að landa úr Breka fyrr í vikunni. Ljósmynd/TMS

Togarinn Breki fer eftir helgi í togararall Hafrannsóknastofnunar, árlega stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum.

Niðurstöðurnar eru mikilvægar við mat á stofnstærð botnfiska og árlega aflaráðgjöf. Togararallið hófst árið 1985 og eru teknar hátt í 600 stöðvar hringinn í kringum landið. Frá þessu er greint á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska eftir tilboðum í leigu á togurum með áhöfnum til verkefnisins til að stunda togveiðar í marsmánuði í tilraunaskyni.

Breki VE tekur nú þátt í togararallinu í fyrsta sinn og sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun verða um borð allan tímann. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnvinnslu Vinnslustöðvarinnar segir að það henti Vinnslustöðinni ágætlega að leigja Hafrannsóknastofnun skipið í mars enda önnur verkefni fyrirferðarmikil hjá fyrirtækinu á sama tíma.

Sérstaklega hagstætt tíðarfar í janúar og febrúar

„Veður og tíðarfar í janúar og febrúar hefur verið sérstaklega hagstætt og vel aflast. Í heildina tekið er jafn og góður gangur í vertíðinni til sjós og lands, litlar sveiflur líkt og við höfum séð oft áður,“ segir Sverrir Haraldsson.

Í vikunni sem nú er senn á enda tókst að pakka öllum saltfiski sem að var stefnt og jafnframt var unnið af krafti við flatningu og söltun. Nóg er til að fiski til vinnslu næstu daga þrátt fyrir yfirvofandi brælu. Bárður SH  hefur landað daglega og Kap II og Brynjólfur mjög þétt. Breki og Drangavík hafa sömuleiðis aflað vel, segir í fréttinni á vsv.is.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-