Jarðskjálfti fannst vel í Eyjum

24.Febrúar'21 | 10:15
skjalftar_240221

Skjálftinn fannst allvíða á landinu. M.a í Eyjum.

Jarðskjálfti fannst ágætlega í Vestmannaeyjum upp úr klukkan 10 í morgun. 

Stærsti skjálftinn var af stærð 5,7 rúma 3 km SSV af Keili og fannst hann mjög vel á höfuðborg­ar­svæðinu og víða á Suðurlandi.

Uppfært kl.10.57:

Í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrina hafi hafist í morgun í nágrenni við Fagradalsfjall. Kl. 10.05 varð jarðskjálfti af stærð 5,7 rúma 3 km SSV af Keili. Fjöldi eftirskjálfta hefur fylgt og unnið er að nánari yfirferð á skjálftavirkninni.

 

Hér að neðan má sjá fyrstu upplýsingar af vef Veðurstofunnar.

Stærstu skjálftar síðustu 48 klst

Stærð Tími Gæði Staður
5,7 24. feb. 10:05:57 Yfirfarinn 3,3 km SSV af Keili
5,0 24. feb. 10:15:41 64,8 21,9 km NA af Sigöldustöð
4,9 24. feb. 10:17:53 90,1 3,2 km V af Fagradalsfjalli


Allt Ísland - jarðskjálftar síðustu 48 klst.
(Óyfirfarnar frumniðurstöður)

Skjáskot/vedur.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-