Farþegar Strætó horfa á eftir Herjólfi

- breyting Herjólfs kom sér nokkuð illa fyrir leiðakerfi Strætó á Suðurlandi og það er hægara sagt en gert að breyta leið 52 og leiðakerfinu á Suðurlandi.” segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs

22.Febrúar'21 | 13:45
20210219_131902

Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Allt síðan Herjólfur ohf. breytti áætlun sinni þann 1. desember í fyrra hefur áætlun Strætó ekki fylgt þeirri breytingu, sem gerir það að verkum að rútan kemur yfirleitt 10-15 mínútum eftir brottför ferjunnar frá Landeyjahöfn. 

Farþegar þurfa því að bíða þar til næsta ferð er farin, eða í um tvær klukkustundir. Á þetta við um kvöldferðina sem fer frá Landeyjahöfn kl. 19.45 en rútan kemur í Landeyjahöfn um kl. 20.00, en Strætó gengur tvisvar á dag í Landeyjahöfn, kvölds og morgna.

Sjá einnig: Áætlun Strætó ekki í samræmi við nýja áætlun Herjólfs 

Í þeirra höndum að setja upp sitt leiðarkerfi

Auðvitað er þetta bagalegt fyrir þá farþega sem þurfa að nýta sér þjónustu Strætó, segir Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir að hann hafi verið í samskiptum við Strætó vegna þessa og bent þeim á þetta, enda í þeirra höndum að setja upp sitt leiðarkerfi og tímatöflur.

„Það hefur hingað til því miður borið lítinn árangur, en samkvæmt Strætó er þetta í skoðun.” segir Hörður.

Þarf að huga að heildarmyndinni á Suðurlandi þegar að breytingar eru gerðar

„Breyting Herjólfs kom sér nokkuð illa fyrir leiðakerfi Strætó á Suðurlandi og það er hægara sagt en gert að breyta leið 52 og leiðakerfinu á Suðurlandi.” segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs í samtali við Eyjar.net.

Hann segir að hafa þurfi í huga að leið 52 er ekki eingöngu skipulögð í kringum Landeyjahöfn heldur er hún einnig hluti af einu almenningssamgöngukerfi sem tengir Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll við höfuðborgarsvæðið.

„Það þarf því að huga að heildarmyndinni á Suðurlandi þegar að breytingar eru gerðar.”  

Fundað í dag vegna málsins

Guðmundur Heiðar segir að Vegagerðin og leiðakerfi Strætó hafi verið að skoða lausnir á þessu máli. „Halldór Jörgensson frá Vegagerðinni er í þessum töluðu orðum að hitta framkvæmdastjóra Herjólfs í Landeyjahöfn. Vonandi verður hægt að finna góða lendingu í þessu máli og styrkja samvinnu hjá Strætó og Vegagerðinni við Herjólf. Það er mikilvægt fyrir landshlutann.”

Hér að neðan gefur að líta tímatöflu fyrir leið 51 og 52 sem aka á Suðurlandi. Leiðirnar sem eru merktar S eru leið 52 sem ekur til og frá Landeyjahöfn. Hér sést betur hvernig leið 52 er hluti af þessari keðju.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-