Heimir með kórónuveiruna

18.Febrúar'21 | 16:07
heimir_hallgrims

Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur greinst með kórónuveiruna.

Það er félag Heimis í Katar, Al Arabi, sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Í stuttri tilkynningu kemur fram að Heimir hafi greinst með veiruna og verði því ekki með liðinu á næstunni. Er honum óskað skjóts bata.

Al Arabi hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu og er taplaust í síðustu átta leikjum sínum. Liðið er í 6. sæti af 12 liðum í katörsku úrvalsdeildinni.

Freyr Alexandersson gerðist aðstoðarþjálfari Al Arabi fyrr í vetur og Bjarki Már Ólafsson er einnig í starfsliði Heimis. Aron Einar Gunnarsson er leikmaður liðsins.

 

Vísir.is greindi fyrst frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.