Telur að það eigi eftir að gjósa upp loðna í Háfadýpinu eða við Eyjar á næstu dögum

17.Febrúar'21 | 20:53
IMG_5180

Kap VE kom með fyrsta loðnufarminn til Eyja á sunnudagskvöldið síðastliðið. Ljósmynd/TMS

Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK telur að það eigi eftir að gjósa upp loðna í Háfadýpinu eða við Eyjar á næstu dögum.

Þetta kemur fram í viðtali við Hjörvar á vef Síldarvinnslunnar í dag, en Börkur NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 1100 tonn af loðnu. Byrjað var að vinna úr honum um hádegi en þá var lokið við að vinna 900 tonn sem Beitir NK kom með í gær.

„Við fengum aflann í fjórum köstum í Meðallandsbugtinni. Tókum þrjú köst í gær og eitt 200 tonna kast á mánudagskvöld. Þetta er fínasta loðna; hrygnuhlutfall er gott, 17% hrognafylling og átan einungis 0,3. Þetta hlýtur að vera gott í Japanann. Það var ekki mikið að sjá af loðnu þarna í bugtinni í gær. Það var mun meira að sjá á mánudaginn. En þarna eru öll skipin að berja á þessu. Ég tel að þetta sé alls ekki fremsti hluti loðnugöngunnar og það eigi eftir að gjósa upp loðna í Háfadýpinu eða við Eyjar á næstu dögum. Annars er loðna mjög víða, meðal annars hérna fyrir austan,“ er haft eftir Hjörvari.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.