Umhverfis- og skipulagsráð:
Nýtt deiliskipulag austurbæjar við miðbæ samþykkt
16.Febrúar'21 | 14:18Deiliskipulag austurbæjar við miðbæ var tekið fyrir að nýju á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í gær.
Lögð var fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga af deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar við miðbæ. Þrjú bréf bárust ráðinu sem áður hefur verið fjallað um hér á Eyjar.net.
Sjá einnig: Fresta afgreiðslu deiliskipulags
Fyrir fundinum lá tillaga að greinagerð að svörum við efni athugasemda.
Í afgreiðslu ráðsins segir að skipulagsráð samþykki deiliskipulagstillöguna með þeirri breytingu að viðbætur verði bætt við skilmála lóða við Kirkjuveg 27 og Sólhlíð 4 og samþykkir jafnframt greinagerð að svörum við innkomnar athugasemdir. Er málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.