Fyrstu loðnunni landað í Eyjum í nótt

16.Febrúar'21 | 07:15
skipverjar_kap_ve_21

Kap VE leggst að bryggju í Eyjum í nótt. Ljósmynd/TMS

Laust fyrir miðnætti í gær kom fyrsti loðnufarmurinn til Eyja, þegar Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar kom til hafnar með um 250 tonn. Tæp þrjú ár eru síðan loðnu var síðast landað í Eyjum.

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjar.net að loðnan hafi fengist við Skaftárósa í gær.

„Nú skoðum við hvernig þessi loðna lítur út en líklegast er hún komin í það stand að hægt er að framleiða á góða hrygnu með réttri hrognafyllingu á japansmarkað. En við munum einnig frysta allan kall.” segir hann.

Hvað framhaldið varðar segir Sindri að Ísleifur VE hafi haldið af stað í nótt á miðin.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.