Fór fram á betra aðgengi að tölvum á Bókasafninu

- kæru um hvort Vestmannaeyjabæ sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara var vísað frá

15.Febrúar'21 | 18:12
bokasa

Bókasafn Vestmannaeyja er í Safnahúsinu. Ljósmynd/TMS

Í lok síðasta árs vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá kæru manns sem hafði farið fram á að nefndin úrskurðaði um hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita honum aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og gögn á heimasíðu bæjarins.

Í bréfi kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál fór viðkomandi þess á leit að nefndin úrskurðaði um hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins.

Í tilefni af erindinu ritaði úrskurðarnefndin Vestmannaeyjabæ tölvubréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort íbúum sveitarfélagsins væri unnt að nálgast tölvur á bókasafni eða annars staðar hjá sveitarfélaginu.

Í svari sveitarfélagsins kom fram að íbúar gætu nálgast tölvu á bókasafni Vestmannaeyja og einnig prentað þar út gegn gjaldi en hver blaðsíða kosti 30 kr.

Á ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins

Í niðurstöðu nenfdarinnar segir að skv. upplýsingalögum sé heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.

Úrskurðarnefndinni er kunnugt um að kærandi hafi í gegnum tíðina lagt fram fjölda beiðna um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá Vestmannaeyjabæ. Nefndinni er líka kunnugt um að sveitarfélagið hafi í sumum tilvikum brugðist við beiðni kæranda með því að vísa til þess að umbeðnar upplýsingar séu aðgengilegar á vefsvæði sveitarfélagsins.

Ljóst er af samskiptum kæranda við sveitarfélagið í gegnum tíðina að hann telji þá afgreiðslu sveitarfélagsins ekki fullnægjandi þar sem hann eigi ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins. Af þessum samskiptum verður einnig ráðið að hann telji aðgengi að tölvum á bókasafni sveitarfélagsins ábótavant. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í erindi kæranda sem hér er til meðferðar að hann óski þess að nefndin úrskurði um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara.

Ekki á valdsviði nefndarinnar

Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að fjalla um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara eða eftir atvikum hvernig aðgengi er háttað að þeirri þjónustu sem veitt er á bókasafni Vestmannaeyja. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Í úrskurðarorði nefndarinnar segir að kærunni um hvort Vestmannaeyjabæ sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara sé vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.