Sunnudagaskóli og messa næsta sunnudag

11.Febrúar'21 | 13:09
sunnudagaskolinn_2020

Myndin er tekin í sunnudagaskólanum í fyrra. Ljósmynd/TMS

Með mikilli gleði hefjum við nú messuhald og sunnudagaskóla að nýju í Landakirkju, segir í tilkynningu frá Landakirkju.

Jafnframt segir að sunnudagaskólinn verði á sínum stað kl. 11 með öllu fjörinu sem honum fylgir. Kl. 14. er síðan guðsþjónusta þar sem sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kitty og kórinn verða á sínum stað.

Það ríkir mikil tilhlökkun yfir því að mega koma saman aftur í kirkjunni sem við höfum ekki mátt lengi. En þrátt fyrir það brýnum við fyrir öllum að fara varlega og viðhalda áfram skynsömum sóttvörnum. Það er undir okkur komið að halda áfram á þessari braut.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.