Útgerðirnar í Eyjum greiddu 550 milljónir í veiðigjöld í fyrra

9.Febrúar'21 | 15:28
IMG_0416

Vestmannaeyjar eru í öðru sæti þegar kemur að greiðslu veiðigjalda í ríkissjóð í fyrra. Ljósmynd/TMS

Fiskistofa hefur lokið álagningu veiðigjalds vegna ársins 2020. Alls nemur álagningin tæpum 4,8 milljörðum króna. 

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Til samanburðar má hér sjá heildarálagningu veiðigjalds þrú síðastliðin ár:

 Ár,   Upphæð álagðs veiðigjalds
 2020    4,8 milljarðar króna
 2019    6,6 milljarðar króna
 2018  11,3 milljarðar króna

Gjaldendur í fyrra voru alls 934

Gjaldendur veiðigjalds á árinu 2020 voru alls 934.  Þeir voru flestir yfir sumartímann vegna strandveiðanna, á milli  7 og 8 hundruð talsins.  Fámennastur var gjaldendahópurinn í janúar 2020 eða um 150. Ef litið er til 16 stærstu gjaldendanna þá greiddu þeir samanlagt tæpa 3,0 milljarða í veiðigjald á árinu 2020 af þeim 4,8 milljörðum sem veiðigjaldið skilaði.

 Stærstu gjaldendur,   Upphæð álagðs veiðigjalds 2020
 Brim hf 367 m.kr.
 Samherji Ísland ehf 281 m.kr.
 Þorbjörn hf 250 m.kr.
 FISK-Seafood ehf 231 m.kr.
 Skinney-Þinganes hf 197 m.kr.

Reykjavík, Vestmannaeyjar, Grindavík og Akureyri skera sig úr

Þegar skoðuð er álagning eftir stöðum (póstnúmerum) gjaldenda kemur í ljós að Reykjavík (101), Vestmannaeyjar, Grindavík og Akureyri skera sig úr með mest álagt veiðigjald.

 Staður,    Álagt veiðigjald árið 2020
 Reykjavík (101)  680 m.kr.
 Vestmannaeyjar  550 m.kr.
 Grindavík  530 m.kr.
 Akureyri  400 m.kr.
 Sauðárkrókur  240 m.kr.

 

Nánar má lesa um veiðigjöldin hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.