Útgerðirnar í Eyjum greiddu 550 milljónir í veiðigjöld í fyrra
9.Febrúar'21 | 15:28Fiskistofa hefur lokið álagningu veiðigjalds vegna ársins 2020. Alls nemur álagningin tæpum 4,8 milljörðum króna.
Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Til samanburðar má hér sjá heildarálagningu veiðigjalds þrú síðastliðin ár:
Ár, | Upphæð álagðs veiðigjalds |
---|---|
2020 | 4,8 milljarðar króna |
2019 | 6,6 milljarðar króna |
2018 | 11,3 milljarðar króna |
Gjaldendur í fyrra voru alls 934
Gjaldendur veiðigjalds á árinu 2020 voru alls 934. Þeir voru flestir yfir sumartímann vegna strandveiðanna, á milli 7 og 8 hundruð talsins. Fámennastur var gjaldendahópurinn í janúar 2020 eða um 150. Ef litið er til 16 stærstu gjaldendanna þá greiddu þeir samanlagt tæpa 3,0 milljarða í veiðigjald á árinu 2020 af þeim 4,8 milljörðum sem veiðigjaldið skilaði.
Stærstu gjaldendur, | Upphæð álagðs veiðigjalds 2020 |
---|---|
Brim hf | 367 m.kr. |
Samherji Ísland ehf | 281 m.kr. |
Þorbjörn hf | 250 m.kr. |
FISK-Seafood ehf | 231 m.kr. |
Skinney-Þinganes hf | 197 m.kr. |
Reykjavík, Vestmannaeyjar, Grindavík og Akureyri skera sig úr
Þegar skoðuð er álagning eftir stöðum (póstnúmerum) gjaldenda kemur í ljós að Reykjavík (101), Vestmannaeyjar, Grindavík og Akureyri skera sig úr með mest álagt veiðigjald.
Staður, | Álagt veiðigjald árið 2020 |
---|---|
Reykjavík (101) | 680 m.kr. |
Vestmannaeyjar | 550 m.kr. |
Grindavík | 530 m.kr. |
Akureyri | 400 m.kr. |
Sauðárkrókur | 240 m.kr. |
Tags
Sjávarútvegur
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.