Vilja funda með atvinnuveganefnd vegna frumvarps um stjórn fiskveiða

- Ekki er að sjá á frumvarpinu að tekið hafi verið tillit til athugasemda Vestmannaeyjabæjar

8.Febrúar'21 | 08:52
20201215_115400

Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar óska eftir að koma á fund atvinnuveganefndar Alþingis vegna málsins. Ljósmynd/TMS

Nefndasvið Alþingis sendi Vestmannaeyjabæ beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), þ.e. þær 5,3% aflaheimildir sem ríkið fer með forræði yfir.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Í fundargerðinni kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi áður sent umsögn og athugasemdir um ráðstöfun atvinnu- og byggðakvóta, þ.m.t. í svokallað samráðsferli og í samráðsgátt stjórnvalda. Ekki er að sjá á frumvarpinu að tekið hafi verið tillit til athugasemda Vestmannaeyjabæjar.

Sjá einnig: Ítreka óánægju og áhyggjur vegna vinnulags starfshóps

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð feli bæjarstjóra að senda umsögn byggða á fyrri umsögnum og umræðum í bæjarráði. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir að koma á fund atvinnuveganefndar Alþingis um málið.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...