Róbert vill leiða VG í Suðurkjördæmi
8.Febrúar'21 | 07:19Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem verða í september nk.
Hann tilkynnti um þetta í myndbandi á Facebook-síðu sinni í gær. Róbert var ráðinn til starfa sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars á síðasta ári. Hann er ekki ókunnugur þingstörfum, því hann hefur gegnt þingmennsku fyrir bæði Samfylkinguna (Suðurkjördæmi, 2009 - 2013) og Bjarta framtíð (Reykjavíkurkjördæmi suður, 2013 - 2016).
Þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, hafa einnig lýst áhuga á að taka við leiðtogastöðu flokksins í kjördæminu, en þingmaðurinn Ari Trausti Guðmundsson ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...