Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðurkjördæmi
7.Febrúar'21 | 19:15Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ákvað á aðalfundi sínum í gær að viðhafa prófkjör við uppröðun á efstu sætum framboðslista fyrir kosningar til Alþingis haustið 2021.
Prófkjörið fer fram 29. maí nk., að því er segir í frétt á heimasíðu flokksins.
Þar segir jafnframt að þátttaka í prófkjörinu verði heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu sem þar eru búsettir. Einnig þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sem munu eiga kosningarétt í kjördæminu við kosningarnar 25. september 2021 og hafa undirritað inntökubeiðni í sjálfstæðisfélög í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá.
Á fundinum var kjörið í stjórn, flokksráð og miðstjórn en Ingvar P. Guðbjörnsson á Hellu var endurkjörinn formaður til næsta starfsárs. Kjördæmisráð kýs þrjá fulltrúa í miðstjórn og voru þau Ásta Stefánsdóttir, Árborg, Guðbergur Reynisson, Reykjanesbæ og Jarl Sigurgeirsson, Vestmannaeyjum kjörin til setu í miðstjórn næsta starfsár. Auk þeirra er formaður kjördæmisráðs sjálfkjörinn í miðstjórn.
Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjá þingmenn af tíu í Suðurkjördæmi. Það eru þeir Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason sem allir hyggjast gefa kost á sér í komandi prófkjöri.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.