Covid kostaði Vestmannaeyjabæ 380 milljónir í fyrra

að undanskildu áætluðu tapi Herjólfs ohf.

7.Febrúar'21 | 10:56
yfir_bæ_kvold

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur bæjarsjóðs á árinu 2020.

Um er að ræða aukinn rekstrarkostnað, tekjuskerðingu og auknar framkvæmdir. Alls námu fjárhagsleg áhrif Covid-19 á bæjarsjóð tæplega 380 milljónum kr., að undanskildu áætluðu tapi Herjólfs ohf.

Aðrir veigamiklir þættir eru vegna lækkunar á þjónustutekjum, tilflutnings framkvæmda til að stuðla að aukinni atvinnu í Covid-19, tekjuskerðingar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, fjölgunar sumarstarfa sumarið 2020, kostnaðar vegna fjarveru starfsfólks í Covid-19 og annars tilfallandi beins kostnaður vegna veirunnar.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.