Hvíslið:

Vegvísinum stungið undir stól

5.Febrúar'21 | 08:44
krani_gardur_lan

Unnið við austurgarðinn í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Á Alþingi var samþykkt samhljóða að Landeyjahöfn skildi fara í gegnum óháða úttekt. Þetta var í byrjun desember árið 2019. Enn er þess beðið að farið verði að vilja Alþingis. 

Ráðuneyti Sigurðar Inga fór með ferðina í málinu og var ákveðið að fara í örútboð, þar sem niðurstaðan var sú að skýrslunni sem var skilað var aðeins vegvísir fyrir óháða úttekt. M.ö.o. þá á enn eftir að uppfylla vilja Alþingis um óháða úttekt.

Það reyndar kom í ljós við upphaf vegferðarinnar að fjármagnið sem sett var í skýrslugerðina myndi engan veginn duga fyrir þeirri óháðu úttekt sem kallað var eftir. Vegagerðin benti sjálf á það í erindi til umhverfis- og samgöngunefndar þingsins að slík skýrsla myndi kosta á bilinu 50-100 milljónir. Hins vegar voru settar til verksins innan við 8 milljónir.

Uppfyllir ekki samþykkt Alþingis

Í tilkynningu frá Samgönguráðuneytinu í október í fyrra segir "að skýrslan hafi verið send í umsögn og er miðað við að ákvarðanir um næstu skref verði teknar þegar yfirferð skýrslunnar er lokið". 

Eyjar.net hefur nú beðið svara frá ráðuneytinu frá í október um hver næstu skref verði í málinu. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um svör, bólar ekkert á þeim. Það má því draga þá ályktun út frá þessu að skrefið sem tekið var, var að stinga vegvísinum undir stól og uppfylla ekki samþykkt Alþingis. 

Lítið hefur heyrst frá flutningsmönnum tillögunnar, en það voru allir þingmenn Suðurkjördæmis sem stóðu að henni. Varla eru þeir ánægðir með þá niðurstöðu að einungis hafi verið tekin fyrstu skrefin í átt að heildstæðri úttekt á Landeyjahöfn.

Þegar Eyjar net spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra út í skýrsluna í október í fyrra sagði hann að ljóst væri að skýrslan sé mikilvægur og góður leiðarvísir þannig að Landeyjahöfn geti þjónað hlutverki sínu. Í skýrslunni var í raun eitt atriði sem stóð útúr en það var eftirfarandi og bætti einhverju við sem ekki hafði verið áður sagt: Ólíklegt er að unnt sé að gera endurbætur á höfninni eins og hún er í dag þannig að dýpkunarþörf hverfi.

Stutt í þingkosningar

Til þess að slíkt markmið náist er líklegra að endurbætur þurfi að fela í sér róttækar lausnir sem krefjast endurhönnunar hafnarinnar. Slíka lausn þyrfti að skilgreina vel og meta til samanburðar við aðrar lausnir til endurbóta á höfninni. Dæmi um slíka útfærslu væri að byggja nýja höfn utan við rifið sem tengd væri eldri höfn með brú.

Stutt er til alþingiskosninga og sagan segir okkur að á þeim tímum fara þingmenn að birtast á landsbyggðinni. Það er því upplagt hjá Eyjamönnum að herma upp á þá hvort ekki eigi að klára óháðu úttektina á þessari mikilvægu lífæð Eyjanna.

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is