Leita verðtilboða í þjónustu persónuverndarfulltrúa

5.Febrúar'21 | 07:23
tolva_lyklabord

Ljósmynd/úr safni

Samkvæmt lögum um persónuvernd ber sveitarfélögum að ráða eða kaupa að sérstakan persónuverndarfulltrúa til þess að hafa eftirlit með að lögum um persónuvernd sé fullnægt. 

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að ráðgjafafyrirtækið Dattaca Labs hafi annast umrædda þjónustu við Vestmannaeyjabæ undanfarin ár. Nú er samningur Vestmannaeyjabæjar og Dattaca Labs útrunninn og lagt er til við bæjarráð að leita eftir verðtilboðum frá þremur aðilum er bjóða upp á slíka þjónustu. 

Ósk um verðtilboð eru skv. verklagsreglum Vestmannaeyjabæjar um fyrirkomulag innkaupa þegar um er að ræða viðskipti sem eru undir útboðsmörkum laga um opinber innkaup.

Bæjarráð samþykkti að leita eftir verðtilboðum þriggja aðila um þjónustu er tengist hlutverki persónuverndarfulltrúa. Stefnt skal að því að sá aðili geti tekið við verkefninu þann 1. mars nk.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...