Fleiri nýta sér frístundastyrk

5.Febrúar'21 | 10:22
yngri_flokkar_ibvsp

Flestir nýta styrkinn til æfinga hjá ÍBV-íþróttafélagi. Ljósmynd/ibvsport.is

Í fyrra voru alls 600 börn og ungmenni í aldurshópnum 2 - 18 ára sem nýttu sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti.

Þetta er samtals 69% af börnum á þessum aldri og mikil hækkun frá árinu áður, 2019 þegar um 56% barna á þessum aldri nýttu sér styrkinn. Þetta kemur fram í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar.

Þar kemur jafnframt fram að flestir nýti styrkinn til æfinga hjá ÍBV-íþróttafélagi en Fimleikafélagið Rán fylgir þar á eftir. Aðrir styrkir nýtast til annarra félagsstarfa s.s. Hressó, Sundfélagsins, Tónlistarskólans, GV, Skátafélagsins Faxa o.fl.

Örlítið fleiri drengir en stúlkur nýta sér frístundastyrkinn en dreifingin milli kynja og árganga er misjöfn. Kostnaðarauki sveitarfélagsins jókst um 56% eða úr 11 milljónum í rúmlega 17 milljónir. Upphæð frístundastyrkjar hækkaði úr 25 þúsund krónum í 35 þúsund milli ára til einstaklinga.

Ráðið fagnar því að fjölgun sé á börnum sem nýta sér frístundastyrkinn og hvetur til aukinnar þátttöku barna í frístundastarfi. Ráðið þakkar kynninguna.

 

Fréttin hefur verið uppfærð m.t.t. nýrra upplýsinga frá Vestmannaeyjabæ.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.