Fleiri nýta sér frístundastyrk
5.Febrúar'21 | 10:22Í fyrra voru alls 600 börn og ungmenni í aldurshópnum 2 - 18 ára sem nýttu sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti.
Þetta er samtals 69% af börnum á þessum aldri og mikil hækkun frá árinu áður, 2019 þegar um 56% barna á þessum aldri nýttu sér styrkinn. Þetta kemur fram í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar.
Þar kemur jafnframt fram að flestir nýti styrkinn til æfinga hjá ÍBV-íþróttafélagi en Fimleikafélagið Rán fylgir þar á eftir. Aðrir styrkir nýtast til annarra félagsstarfa s.s. Hressó, Sundfélagsins, Tónlistarskólans, GV, Skátafélagsins Faxa o.fl.
Örlítið fleiri drengir en stúlkur nýta sér frístundastyrkinn en dreifingin milli kynja og árganga er misjöfn. Kostnaðarauki sveitarfélagsins jókst um 56% eða úr 11 milljónum í rúmlega 17 milljónir. Upphæð frístundastyrkjar hækkaði úr 25 þúsund krónum í 35 þúsund milli ára til einstaklinga.
Ráðið fagnar því að fjölgun sé á börnum sem nýta sér frístundastyrkinn og hvetur til aukinnar þátttöku barna í frístundastarfi. Ráðið þakkar kynninguna.
Fréttin hefur verið uppfærð m.t.t. nýrra upplýsinga frá Vestmannaeyjabæ.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.