Synjað um lóð fyrir atvinnuhúsnæði við Tangagötu

29.Janúar'21 | 10:30
bilastaedi_tangagata

Hugmynd umsækjandans var að byggja atvinnuhúsnæði á þessari lóð. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn um lóð á bílastæði við Tangagötu.

Þorsteinn Þór Traustason sótti um lóðina fyrir hönd Volcano-ATV ehf. í tengslum við ferðaþjónustu og atvinnustarfsemi.

Segir lítið vera í boði af atvinnuhúsnæði í Eyjum

Fram kemur í bréfi umsækjanda að óskað sé eftir lóð á bílastæði við Tangagötu og í framhaldi byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi tengt rekstri Volcano ATV, stærð svæðis er um 350m2. Starfsemi Volcano ATV hefur núna náð þeirri fótfestu að huga þarf betur að framtíðar hugmyndum varðandi húsnæði, ótrúlega lítið er og hefur verið í boði af atvinnuhúsnæði í Eyjum sér í lagi sem fellur vel að okkar atvinnurekstri og höfum við því horft til annarra leiða.

Svæði bílastæðisins við Tangagötu fellur gríðarlega vel að okkar framtíðarsýn, verandi viðbót inn í þann ferðaþjónusta kjarna fyrirtækja sem þarna hefur myndast við Vigtartorgið með Ribsafari, Eyjatours,Viking Tours, Kayak and Puffins o.fl. Þetta samræmist einnig vel við staðsetningu eins stærsta viðskiptavinar ferðaþjónustunnar í Eyjum, skemmtiferðaskipin, sem leggjast að þarna skammt frá. Einnig liggur þetta vel að leið fjórhjólanna þar sem þetta er nánast stysta leið út úr bænum og inn á nýja hraun.

Hægt sé að breyta “dauðu” bílastæði í lifandi svæði fyrir atvinnurekstur

Volcano ATV horfir björtum augum á framtíðina í eyjum, fyrirtækið er ungt en við vorum að klára okkar annað sumar í rekstri og réðum inn okkar fyrsta starfsmann í sumar þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu og miðað við fyrirliggjandi bókanir horfum við á að ráða amk 2 starfsmenn á nýju ári. Við bindum einnig miklar vonir við að auknar og betri sjó og flugsamgöngur geti gert það að verkum að við getum boðið upp á ferðir okkar lengra inn í haustið. Okkar von er sú að hægt sé að breyta í dag “dauðu” bílastæði í lifandi svæði fyrir atvinnurekstur en það ætti ekki að valda miklu raski þar sem stutt er í næstu almennings bílastæði en þau eru ekki nema í um 50 metra fjarlægð frá, segir í umsókninni.

Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs segir að ráðið geti ekki orðið við erindinu.

Yfirlitsmynd sem fylgdi umsókninni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.