Dala-Rafn sigldi á Elliðaey
25.Janúar'21 | 09:28Ísfisktogarinn Dala-Rafn VE varð fyrir óhappi í gærkvöldi þegar skipið sigldi á Elliðaey. Þetta staðfestir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net.
Samkvæmt heimildum Eyjar.net voru skipverjar við þrif í enda veiðiferðarinnar og var skipið á reki við Elliðaey. Eyþór segir að verið sé að fara yfir málsatvik og því sé ekki meira um málið að segja að svo stöddu.
Skjáskot/marinetraffic.com

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...