Áskorun til Minjastofnunnar og Vestmannaeyinga

24.Janúar'21 | 16:23
blatindur_skans_2019

Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunnar og framkvæmda-og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga  Blátindi.

Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Blátindur sem smíðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum.

Blátindur er síðasti báturinn sem enn er til frá þeirri blómlegu skipasmíði er var um langan tíma í Eyjum. Ef að förgun yrði er það óafturkræft skemmdarverk í verndun sögu skipasmíða í Eyjum og sögu Eyjanna. 

Ljóst er að verulegur kostnaður fylgir því að gera bátinn haffæran, sem er að okkar áliti besti kosturinn. Þær fullyrðingar að erfitt sé að fá efni og þekking sé varla fyrir hendi til að endurbyggja Blátind er með öllu röng.  Einnig má horfa til Norðmanna sem gera reglulega upp gömul tréskip og þar er ekki talið óeðlilegt að slíkt verk taki 5-10 ár, þannig dreifist kostnaður við verkið.  Enn eru starfandi skipasmíðastöðvar þar sem menntaðir skipasmiðir eru að starfa og annast viðgerðir á tréskipum.  Auðvelt er að flytja Blátind til viðgerðar. 

Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands.

 

Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri                       Stjórn Hollvina Magna í Reykjavík      

Tags

Blátindur

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...