Undirbúningur ljósleiðaravæðingar í þéttbýli hafin

17.Janúar'21 | 10:15
thjotandi_ljosleidari

Fyrirtækið Þjótandi annast nú jarðvegsvinnu vegna ljósleiðara í dreifbýli í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hallgrímur G. Njálsson, yfirmaður tölvudeildar Vestmannaeyjabæjar, mættu á fund bæjarráðs í liðinni viku til þess að gera grein fyrir vinnu við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. 

Meðal annars var farið yfir ljósleiðarakerfið og fyrirkomulag gjaldtöku vegna notkunar á því. Fram kemur í fundargerðinni að verið sé að undirbúa minnisblað þar sem listaðir eru upp nokkrir valmöguleikar um gjaldtöku og stofnkostnað.

Sjá einnig: Þjótandi ehf. lægstbjóðandi í jarðvinnu vegna ljósleiðaralagna

Í afgreiðslu ráðsins þakkar bæjarráð upplýsingarnar og lýsir ánægju með að ljósleiðaravæðing sé hafin í dreifbýli og undirbúningur uppbyggingar sé hafin í þéttbýli, sem löngu er orðinn tímabær. Að öðru leyti vísast umræða um ljósleiðaravæðingu, þ.m.t. um gjaldtöku og stofnkostnað, til fundar bæjarstjórnar sem haldinn verður í lok janúar nk.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.