Afsláttarkjör óbreytt hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

16.Janúar'21 | 09:40
yfir_ve_snjor

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð ræddi gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021 á fundi sínum í vikunni. Lögð var fyrir bæjarráð gjaldskrá vegna álagningar fasteignaskatts, holræsagjalds, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjöld fyrir árið 2021. 

Sömuleiðis voru lagðar fram reglur um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi milli ára.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð samþykki óbreytt fyrirkomulag afsláttarkjara til handa elli- og örorkulífeyrisþegum við álagningu fasteignagjalda á árinu 2021.

Viðmiðunartekjur einstaklinga verði 5,5 m.kr. fyrir fullan afslátt og afsláttur lækki í þrepum eftir hækkun tekna upp í 6,0 m.kr. Fyrir hjón nemi viðmiðunartekjur 7,5 m.kr. fyrir fullan afslátt sem lækkar í þrepum eftir hækkun tekna upp í 8,5 m.kr. Veittur verði flatur 85% afsláttur af sorpeyðingargjöldum og lóðaleigugjaldi til handa öllum þeim sem náð hafa ellilífeyrisaldri 67 ára og eldri.

Ofangreint var samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa E og H lista gegn einu atkvæði D lista.

Deilt um aðferðafræði

Í bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að ítrekaðar séu fyrri bókanir sjálfstæðismanna um að létta frekar álögur sem fengnar eru með skattheimtu fremur en að veita afslætti af gjaldskrám.

Í kjölfarið bókuðu fulltrúar E og H lista eftirfarandi: Sjaldan eða aldrei hafa álögur á íbúa verið lækkaðar jafn mikið og á yfirstandandi kjörtímabili. Mikilvægt er að veita öldruðum og öryrkjum afslátt af gjöldum, þó með löglegum hætti.


Gjaldsskrá fyrir árið 2021 og reglur um afslátt af fasteignagjöldum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...