Leikskólarnir lokaðir frá 12.-30. júlí
14.Janúar'21 | 09:11Á fundi fræðsluráðs í gær var tekið fyrir á ný samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Fram kemur í niðurstöðu að starfshópur sem fræðsluráð skipaði þann 16. desember til að vinna tillögu að fyrirkomulagi sumarlokunar og sumarleyfis fyrir sumarið 2021 leggi eftirfarandi til:
Leikskólarnir verði lokaðir frá 12.-30. júlí og að foreldrar/forráðamenn velji tvær vikur að auki þannig að sumarleyfi barns verði fimm vikur samfellt. Þá er lagt til að dagana 26.-29. júlí verði í boði heilsdagsgæsla.
Ráðið samþykkti tillögur starfshópsins og er framkvæmdastjóra sviðsins falið að sjá til þess að aukinn kostnaður vegna heilsdagsgæslu rúmist innan fjárhagsáætlunar komi hann til.
Tags
Fræðsluráð
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.