Mun fleiri börn fæddust í fyrra en árin á undan
13.Janúar'21 | 11:54Í fyrra fæddust alls 48 börn með lögheimili í Vestmannaeyjum. Af þessum 48 börnum fæddust aðeins þrjú í Vestmannaeyjum.
Þetta kemur fram í svari Bjarkar Steindórsdóttur, yfirljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til Eyjar.net. Fjöldi fæðinga í fyrra er mikið ánægjuefni því árin á undan fæddust Eyjamönnum mun færri börn.
Til að mynda fæddust 29 börn árið 2019, (þar af tvö í Eyjum). Árið 2018 fæddust 28 börn skráð í Vestmannaeyjum og fæddist aðeins eitt af þeim í Eyjum. Árið 2017 fæddust 39 börn skráð í Vestmannaeyjum en þrjú þeirra fæddust í Eyjum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...