Tæplega 1,3 milljón söfnuðust til styrktar Krabbavörn
4.Janúar'21 | 20:55Gamlársgöngu/hlaup 2020 til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum var haldið með breyttu sniði á síðasta degi síðasta árs vegna samkomutakmarkana.
Hafdís Kristjánsdóttir, skipuleggjandi hlaupsins segir með gleði í hjarta að kr. 1.266.000,- hafi safnast í Gamlársgöngu/hlaupinu að þessu sinni.
Hún vill koma á framfæri þakklæti til forráðamanna fyrirtækja hér í bæ sem ávallt taka vel á móti henni. „Einnig vil ég þakka ykkur sem tóku þátt í göngunni og lögðu inn á reikning Krabbavarnar.” segir hún.
Óhætt er að þakka Hafdísi fyrir hennar ómetanlega framlag við skipulagningu hlaupsins og söfnunina sem rennur óskipt til Krabbavarnar.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...