Georg Eiður Arnarson skrifar:

Áramót

2.Janúar'21 | 21:28
georg_e

Georg Eiður Arnarson á bryggjnni í Eyjum.

Árið 2020 verður klárlega árið sem flestir munu minnast sem hörmungarárs vegna Covids, en að Covids slepptu, þá var þetta bara nokkuð gott ár hjá mér.

Fiskaði bara nokkuð vel, komst til Grímseyjar enn eitt árið og náði að heimsækja staði sem mig hefur alltaf langað til að heimsækja m.a. skoðaði ég lundahólminn á Borgarfirði eystra. Heimsótti líka bæði Vopnafjörð og Raufarhöfn, frábærir staðir. Kom líka við á Þórshöfn og Kópasekri og gisti svo á Húsavík og fór þar í Ribsafari ferð og náði loksins að skoða Lundey. Endaði svo sumarfríið mitt í lok ágúst með því að fara vestur á Bjarkarlund og fylltum þar öll ílát sem við vorum með af bláberjum, tókum reyndar krækiber aðallega hérna í Eyjum, enda mikið af þeim hér.

Árið endaði hins vegar ekki vel, en við misstum hundinn okkar, hann Svenna, í byrjun desember. Virkilega erfitt fyrir alla fjölskylduna að sjá á eftir honum, enda löngu orðinn hluti af fjölskyldunni. 

Árið 2021

Það er einhver beygur í mér yfir þessu nýbyrjaða ári, en vonandi losnum við við þessa veiru á árinu. Það er hins vegar ýmislegt annað sem líka mun gerast á árinu. Það er t.d. flestum ljóst að það mun taka langan tíma að vinna upp, allt það sem tapaðist á síðasta ári og við sjáum nú þegar glitta í það, en mér finnst eins og allt sé að hækka, allir skattar og gjöld og vörur í verslunum hafa hækkað. 

Vinna þarf úr hinu mikla atvinnuleysi sem skapast hefur undanfarna mánuði og vonandi tekst það á árinu, en á þessu ári verður líka kosið til Alþingis. Flestir munu að sjálfsögðu horfa til þess, hvernig best er að rétta við fjárhag þjóðarinnar, en eitthvað segir mér að það verðum við sem vinnum á gólfinu sem þurfum að borga brúsann á einn eða annan hátt. 

Fyrir mitt leyti, þá nálgast ég þessar kosningar á svipaðan hátt og undanfarnar kosningar. Útgerðin er lífæð okkar Eyjamanna og þegar þetta er skrifað, þá sýnsit mér, gróft reiknað, búið að selja ca. 15000 tonn af aflaheimildum frá Eyjum frá hruni með beinum eða óbeinum hætti. Þar fyrir utan er Hafró að mæla þorskinn niðurávið 3. árið í röð (mun reyndar fjalla um tilraunir núverandi ríkisstjórnar til að útrýma trillukörlum í næstu grein).

Þess vegna horfi ég fyrst og fremst á sjávarútvegsstefnu framboðanna, þeir sem styðja núverandi kerfi fá augljóslega ekki mitt atkvæði, heldur ekki þeir sem styðja kerfið og vilja bara hækka veiðigjöldin, svo það er augljóst að það verður ekki um auðugan garð að velja, en vonandi kemur eitthvað framboð með einhavð svipað og t.d. að taka upp þorskaflahámarkskerfi fyrir smábáta, því að þó svo að ég eigi ekki langt eftir í minni útgerð, þá er fullt af ungum mönnum sem langar að reyna sig, en eiga litla möguleika til þess í dag.

En vonandi verður tíðin bara góð í vetur, vonandi fáum við frábæra loðnuvertíð, vonandi fer ferðaþjónustan í gang strax í sumar, en hvað sem verður þá kemur lundinn í milljónatali í vor, ég ætla að reyna að komast til Grímseyjar enn eitt árið og Þjóðhátíðin í ár verður alveg klárlega sú flottasta og stærsta frá upphafi.

Óska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegs nýs árs.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).