Vilja funda með heilbrigðisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga
vegna reksturs dvalar- og hjúkrunarheimila á landsbyggðinni
26.Desember'20 | 11:38Málefni Hraunbúða voru rædd á síðasta fundi bæjarrráðs Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir fundi sem átt hafa sér stað við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur Hraunbúða og áforma um yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilisins í lok mars 2021.
Einnig fór bæjarstjóri yfir samskipti sín og fundi með bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga sem ákveðið hafa að endurnýja ekki samninga um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila á landsbyggðinni, þ.e. bæjarstjórann á Akureyri, bæjarstjórann á Höfn í Hornafirði og bæjarstjórann í Fjarðabyggð.
Jafnframt var haldinn fundur með Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála. Í fundargerðinni kemur fram að bæjarstjórar sveitarfélaganna fjögurra hafi óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.