Jólagjöf frá Vestmannaeyjabæ

23.Desember'20 | 10:42
jolagj_vestmb

Ljósmyndir/Vestmannaeyjabær.

Vestmannaeyjabær færði öllu starfsfólki bæjarins jólagjafakort í ár. Á gjafakortunum eru myndir eftir þrjá listamenn úr 1. bekkjum GRV. 

Það eru þau Hera Sigursteinsdóttir, Tinna Karen Benónýsdóttir, og Ársæll Sigurðsson, sem myndskreyttu jólagjafakort Vestmannaeyjabæjar.

Allir nemendur í 1. bekk teiknuðu jólamynd og drógu kennarar eina mynd úr hverjum bekk. Þrjár myndir prýða jólagjafakortið í ár. Hverju kortin fylgir lyklakippa sem starfsfólkið í Heimaey-vinnu og hæfingastöð, hefur verið að útbúa undanfarna mánuði. Telja lyklakippurnar um 500 stykki. Það er alltaf sama gleðin sem fylgir starfsfólkinu í Heimaey-vinnu og hæfingarstöð. Það voru stoltir starfsmenn sem sýndu gjafakortin með lyklakippunum, þau Þórhallur og Katrín Helena.

Vestmannaeyjabær þakkar nemendum í 1. bekk, kennurum og stuðningfulltrúum fyrir fyrir öll fallegu listaverkin og öllu starfsfólki hjá Heimaey-vinnu og hæfingarstöð fyrir mjög flottar lyklakippur. Framlög þeirra gera gjöfina persónulega og fallega, segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...