"Fjöllunum blæðir"

Göngustígurinn á Dalfjalli fullgerður að brún

23.Desember'20 | 10:58
IMG_4775

Ljósmyndari Eyjar.net rakst á þennan hóp sem var að koma úr vinnu á fjallinu nýverið. Ljósmyndir/TMS

Unnið hefur verið að því hörðum höndum á Dalfjalli í haust að leggja göngustíg frá girðingu að brún. Nú er verkinu lokið og niðurstaðan bæði myndarlegt umhverfisverkefni  og athyglisverð lausn.

Páll Scheving sem hefur leitt verkið er ánægður með niðurstöðuna.

„Ég verð að játa það að mig grunaði ekki að við myndum ljúka þessum áfanga á svo skömmum tíma en góð tíð var mikilvæg og Covid ástandið hjálpaði, íþróttafólkið hjá ÍBV sem tók að sér erfiðasta  hluta verksins var ekki bundið við keppni og skilaði kraftaverki á fjallinu. Stígurinn kemur vel út og þessi lausn gæti virkað víða í fjöllunum okkar sem blæðir, því miður. Við verðum að bregðast við því.”

Sáust bæði börn og ótrúlegir eldri borgarar leggja hönd á plóg

Aðspurður um hvort ætlunin sé fara lengra á Dalfjalli segir Páll svo vera. „Já, áætlunin er að fara á næsta ári úr dalnum að girðingu og eggjarnar að Molda og klára svo niður í spröngu í framhaldi af því. Þegar því er lokið tel ég að varin hafi verið ein fallegasta gönguleiðin í Eyjum.”

Páli langar að benda sérstaklega að það að gríðarlegur fjöldi einstaklinga kom að verkinu allt frá undirbúningi, forvinnu við tré og járn, lagnavinnu og síðast en ekki síst erfiðum burði í fjallinu. „Það sáust bæði börn og ótrúlegir eldri borgarar leggja hönd á plóginn í þessu verki. Þetta gerist með sameiginlegu átaki.”

Myndir sem teknar voru í sumar má sjá hér að neðan.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).