Áramótabrenna Vestmannaeyjabæjar slegin af
18.Desember'20 | 07:30Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir viðbrögð vegna veiruógnunar. Bæjarstjóri ræddi litaviðvörunarkerfi sem almannavarnir kynntu á dögunum.
Samkvæmt kerfinu er allt landið merkt rautt, þ.e. neyðarstig. Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við almannavarnir um stöðuna í Vestmannaeyjum og hvort litaviðvörunarkerfið taki mið af því að ekki hafa komið upp smit í Vestmannaeyjum í langan tíma. Almannavarnir hafa svarað því að þann hátt að fleiri þættir en staðbundið ástand eru metnir í litaviðvörunarkerfinu.
Skoða með lögreglustjóra hvort flugeldasýningin verði leyfð
Ákveðið hefur verið að hætta við áramótabrennu á vegum Vestmannaeyjabæjar að þessu sinni vegna samkomutakmarkana stjórnvalda. Með því er dregið úr hættunni á því að fólk safnist saman af þessu tilefni. Verið er að skoða með lögreglustjóra Vestmannaeyja hvort flugeldasýningin verði leyfð. Tilkynnt verður um það á næstu dögum.
Þrettándagleðin verður með mjög breyttu sniði í upphafi næsta árs í ljósi samkomutakmarkana en fyrirkomulagið verður kynnt þegar nær dregur, segir í fundargerðinni.
Í afgreiðslu málsins segir að bæjarráðs vilji koma á framfæri þakklæti til íbúa í Vestmannaeyjum fyrir að taka þátt í og sýna aðgerðum um fjöldatakmarkanir og öðrum sóttvarnaraðgerðum sem í gildi eru skilning. Með tilkomu bóluefnis eru vonir bundnar við að bjart sé framundan og ekkert til fyrirstöðu að hefja uppbyggingu og vöxt að nýju þegar þessu ástandi lýkur.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...