Nýir eineltisverkferlar í skólaþjónustu

17.Desember'20 | 10:49
rolad_blur

Ljósmynd/TMS

Fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar kynnti nýja verkferla skólaþjónustu er varða eineltismál í grunnskóla á fundi fræðsluráðs í gær. 

Foreldrar/forráðamenn og/eða stjórnendur geta vísað máli til skólaþjónustu ef ekki hefur náðst viðunandi niðurstaða við vinnslu máls í skóla. Stjórnendur vísa máli til skólaþjónustu ef ekki gengur að ljúka máli í skóla en foreldrar/forráðamenn ef þeir eru ekki sáttir við vinnslu eða niðurstöðu málsins í skólanum.

Unnið er eftir verkferli 1 þegar máli er vísað til skólaþjónustu og ef niðurstaðan er staðfest einelti fer málið í verkferil 2A. Sé niðurstaðan samskiptavandi fer málið í verkferil 2B.

Fræðsluráð fagnar nýjum eineltisverkferlum í skólaþjónustu og þakkar fræðslufulltrúa og þeim sem hafa komið að þessari vinnu.

Nánar má lesa um málið hér.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.