Nýir eineltisverkferlar í skólaþjónustu
17.Desember'20 | 10:49Fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar kynnti nýja verkferla skólaþjónustu er varða eineltismál í grunnskóla á fundi fræðsluráðs í gær.
Foreldrar/forráðamenn og/eða stjórnendur geta vísað máli til skólaþjónustu ef ekki hefur náðst viðunandi niðurstaða við vinnslu máls í skóla. Stjórnendur vísa máli til skólaþjónustu ef ekki gengur að ljúka máli í skóla en foreldrar/forráðamenn ef þeir eru ekki sáttir við vinnslu eða niðurstöðu málsins í skólanum.
Unnið er eftir verkferli 1 þegar máli er vísað til skólaþjónustu og ef niðurstaðan er staðfest einelti fer málið í verkferil 2A. Sé niðurstaðan samskiptavandi fer málið í verkferil 2B.
Fræðsluráð fagnar nýjum eineltisverkferlum í skólaþjónustu og þakkar fræðslufulltrúa og þeim sem hafa komið að þessari vinnu.
Tags
FræðsluráðMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.