Framkvæmdi án leyfis frá sveitarfélaginu

17.Desember'20 | 11:15
IMG_4768

Óskað er eftir leyfi fyrir stækkun á gámageymslu, en búið er að koma fyrir viðbótargámnum.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn var tekið fyrir erindi Árna Johnsen þar sem sótt er um leyfi fyrir aðkomu að Höfðabóli um veg norðan við Steinstaði til að bæta aðkomu íbúa að húsinu. 

Einnig er óskað eftir leyfi fyrir stækkun á gámageymslu, með viðbótargám við þann sem fyrir er, í vesturmörkum lóðar. Dagný Hauksdóttir, skipulagsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar segir aðspurð í samtali við Eyjar.net að augljóslega hafi lóðarhafi framkvæmt án leyfis frá sveitarfélaginu.

Landið í eigu Vestmannaeyjabæjar

,,Í sumar var haft samband við Árna og hann beðinn að gera grein fyrir framkvæmdum á lóðinni og hann sækir nú um þessi leyfi.” segir Dagný. Hún segir að rétt sé að benda á að landið er í eigu Vestmannaeyjabæjar, eins og aðrar lóðir og að þetta eru leyfisskildar framkvæmdir.

,,Ég vil líka benda á að í bókun segir „Að lokinni grenndarkynningu mun ráðið taka afstöðu til erindisins“ sem gefur til kynna að þó að málið fari í grenndarkynningu að þá hefur ráðið ekki enn tekið afstöðu til málsins.”

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli skipulagsfulltrúa að grenndarkynna stækkun á gámageymslu og nýja aðkomu að Höfðabóli sbr. ákvæði skipulagslaga, þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.